Við sérhæfum okkur í greiningu, hönnun og þróun hugbúnaðarlausna sem þurfa að standast væntingar raunverulegra notenda. Við vinnum jafnt að nýsköpunarverkefnum, innri kerfaþróun og endurskoðun á núverandi lausnum, með áherslu á öryggi, skýrleika og skilvirkan framleiðsluferil.
Verkefni & samstarf
Við höfum komið að þróun og uppbyggingu lausna bæði fyrir almennan markað og markviss verkefni fyrir stofnanir og þjónustuaðila.
Dæmi um verkefni sem eru alfarið okkar hönnunar- og þróunarvinna eru:
- Krapp – stafrænn kortagrunnur fyrir þjónustu við ferðafólk á Íslandi (iOS & Android)
- Netvinir – öruggt samskiptaumhverfi fyrir börn og foreldra, með áherslu á persónuvernd og aðgangsstýringar
- Draum.is – vettvangur til að deila viðskiptahugmyndum með fjárfestum
- Prentari.is – Viðburðarþjónusta sem bíður upp á prentun á matvæli og drykki
- Gerð vöruhús gagna fyrir sveitarfjélög, sem tengir saman mörg kerfi i rauntíma upplýsingaveitu
- Samþætting upplýsingakerfa fyrirtækja til sjálfvirknivæðingar
Hvað gerum við?
- Ráðgjöf til fyrirtækja sem vinna að stafrænum umbreytingum og þróun sérlausna
- Greining og ráðgjöf fyrir hugbúnaðarverkefni
- Hugbúnaðarhönnun og þróun (BC, mobile, web & cloud)
- Gagnagrunnshönnun og öryggisráðgjöf (m.a. SQL, Supabase, PostgreSQL, RLS)
- Ráðgjöf í notkun gervigreindar
- Yfirferð á núverandi lausnum, áhættu- og kostnaðargreining
- Framleiðslustýring, MVP og útfærsluáætlanir
Samstarf og nálgun
Við byggjum vinnu okkar á skýrum markmiðum, einföldu ferli og sameiginlegum skilningi á umfangi og áhættu.
- gagnsæ samskipti
- skýrar væntingar
- áreiðanleg afhending
Ef þú vilt kanna samstarf, ræða verkefni eða óska eftir greiningu, er þú velkomin/n að hafa samband: samstarf@samstarf.is



